Gistináttaskattur DK Leiðbeiningar

Breytt Wed, 16 Okt, 2024 kl 10:53 AM

Hér eru leiðbeiningar um hvernig skal setja upp Gistináttaskattinn í DK :

Gistináttagjald

Í birgðakerfi dk eru sérstakar uppsetningar fyrir útreikning á gistináttaskatti.
Byrjað er að fara í Fjárhag - Bókhaldslyklar og að gera nýjan bókhaldslykil sem safnar upp gistináttaskattinum.

Því næst er gerður sölubókunarflokkur undir Birgðir - Uppsetning - Sölubókunarflokkar sem vísar á þennan bókhaldslykil.

Næsta skref er síðan að gera sérstaka vöru (Birgðir - Vörur) sem heitir gistináttagjald. Gæta þarf að því að Tegund vöru sé Gistináttagjald.
Þessi vara verður að vera tengd þessum nýja sölubókunarflokk. Athugið að ekki má leyfa að gefa afslátt af gistináttagjaldinu.


Vörurnar fyrir gistingu þurfa síðan að vera merktar í Tegund vöru sem Hótelgisting og svo er varan fyrir gistináttaskatt tengd sem aukavara við gistinguna.  Á vöruspjaldinu er Aukagjald og þar er varan fyrir gistináttaskatt sett inn, sjá á mynd hér fyrir neðan. 

Ef þið sjáið ekki "Gistináttagjald" þá er eftir að bæta því í leyfið að kostnaðarlausu hjá DK. Endilega hafið samband við DK ef svo er og þau bæta því við í leyfið.
Eftir að þau bæta því við þá þarftu þú að uppfæra leyfið :

Athugið að ef gistináttaskattur hefur áður verið settur upp í kerfinu að þá er hægt að nota þá uppsetningu áfram.  Mögulega hefur varan fyrir gistináttaskatt verið óvirkjuð, en þá er hægt að virkja vöruna aftur með því að sýna lokaðar vörur, finna vöruna, opna hana og taka hakið úr "óvirk og vista með F12.  Þá er hægt að setja vöruna aftur á önnur vörunúmer fyrir gistingu sem vörunúmer aukagjalds ef það vantar þar.
Bendum einnig á að gott er að fara yfir allar stillingar á vörunni, að bókhaldslykill og sölubókunarflokkur sé réttur svo að bókun í fjárhag skili sér rétt.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina